17. desember 2019

Desem­berfréttir Festu

Áður en að lestur jóla­bók­anna hefst er tilvalið að hita upp með lestri á fréttum úr heimi Festu.

Í frétta­bréf desember mánaðar má lesa um kraftinn í samstarfi ólíkra kynslóða, lofts­llag­verk­efni og hvatn­ing­ar­verð­laun, jafn­rétt­ismál og ferða­þjón­ustu, tengsla­fundi og viðmiða­skipti og þá skyldu sem ber umbunina í sjálfri sér.

Þá má lesa um Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2020 sem á hug okkar allan hér á skrif­stofu Festu þessa dagana. Þar fáum við til okkar öfluga leið­toga á sviði sjálf­bærni, þau Jaime Nack frá Banda­ríkj­unum og Pablo Jenkins frá Costa Rica. Bæði eru þau reynslu­miklir frum­kvöðlar, leið­togar og sérfræð­ingar sem hafa unnið víða um heim með leið­andi fyrir­tækjum, stjórn­völdum og alþjóð­legum stofn­unum í því að efla sjálf­bærni og samfé­lags­lega ábyrgð.

Um leið og við sendum ykkur öllum okkar allra bestu jóla og kærleikskveðjur þá hlakkar okkur til að leggja vinna með ykkur sem flestum að bættum heimi á komandi ári – allt sem við gerum skiptir máli.

Desem­berfréttir Festu

Fréttayfirlit