17. desember 2019

Des­em­berfrétt­ir Festu

Áður en að lestur jólabókanna hefst er tilvalið að hita upp með lestri á fréttum úr heimi Festu.

Í fréttabréf desember mánaðar má lesa um kraftinn í samstarfi ólíkra kynslóða, loftsllagverkefni og hvatningarverðlaun, jafnréttismál og ferðaþjónustu, tengslafundi og viðmiðaskipti og þá skyldu sem ber umbunina í sjálfri sér.

Þá má lesa um Janúarráðstefnu Festu 2020 sem á hug okkar allan hér á skrifstofu Festu þessa dagana. Þar fáum við til okkar öfluga leiðtoga á sviði sjálfbærni, þau Jaime Nack frá Bandaríkjunum og Pablo Jenkins frá Costa Rica. Bæði eru þau reynslumiklir frumkvöðlar, leiðtogar og sérfræðingar sem hafa unnið víða um heim með leiðandi fyrirtækjum, stjórnvöldum og alþjóðlegum stofnunum í því að efla sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.

Um leið og við sendum ykkur öllum okkar allra bestu jóla og kærleikskveðjur þá hlakkar okkur til að leggja vinna með ykkur sem flestum að bættum heimi á komandi ári – allt sem við gerum skiptir máli.

Desemberfréttir Festu

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is