29. apríl 2020

Árs­skýrsla Festu 2019

Að­al­fund­ur Festu 2020 fór fram þann 29.apríl. Fund­ur­inn var hald­in yf­ir fjar­fund­ar­bún­að.

Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir frá­far­andi formað­ur kynnti árs­skýrslu fé­lags­ins fyr­ir ár­ið 2019 – 2020. Skýrsl­una má nálg­ast hér. Skýrsl­unni er einnig skil­að inn til UN Global Compact sem fram­fara­skýrslu og yf­ir­lýs­ingu um áfram­hald­andi skuld­bind­ing við UNGC.

Kos­ið var um eina breyt­ing­ar­til­lögu á sam­þykkt­um fé­lags­ins og var hún sam­þykkt í ra­f­ræn­um kosn­ing­um að­al­fund­ar. Til­lög­una má kynna sér hér.

Kos­ið var til stjórn­ar og stjórn Festu ár­ið 2020 – 2021 skipa:

 • Að­al­heið­ur Snæ­bjarn­ar­dótt­ir, Lands­bank­inn
 • Erla Tryggva­dótt­ir, VÍS
 • Gest­ur Pét­urs­son, Veit­ur
 • Gunn­ar Sveinn Magnús­son, Ís­lands­bank­inn
 • Hrefna Briem, Há­skól­inn í Reykja­vík
 • Ingi­björg Ólafs­dótt­ir, Terra
 • Tóm­as Möller, Líf­eyr­is­sjóð­ur versl­un­ar­manna – formað­ur stjórn­ar
 • Sæmund­ur Sæ­munds­son, Borg­un

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um stjórn­ar­með­limi má nálg­ast hér.

Úr stjórn fara:

 • Berg­lind Sig­mars­dótt­ir, B-Global
 • Erna Ei­ríks­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi við­skipta­fræð­ing­ur
 • Jó­hanna Harpa Árna­dótt­ir, Lands­virkj­un
 • Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir, ISA­VIA –   frá­far­andi formað­ur Festu

Festu kann þess­um öfl­uga hóp sem hef­ur skip­að stjórn fé­lags­ins síð­asta ár sín­ar allra bestu þakk­ir og hlakk­ar mik­ið  til að starfa með nýrri stjórn að fjöl­mörg­um spenn­andi sjálf­bærni verk­efn­um fé­lags­ins.

 

Mynd: stjórn Festu 2019-2020 ( á mynd vant­ar Jó­hönnu Hörpu Árna­dótt­ur)

Fréttayfirlit