26. apríl 2021

Að­al­fund­ur Festu 2021

Að­al­fund­ur Festu fór fram í hús­næði Há­skól­ans í Reykja­vík þriðju­dag­inn 27.apríl 2021. JCI á Ís­landi sá um fund­ar­stjórn líkt og und­an­far­in ár.

Tóm­as N. Möller formað­ur Festu og Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri kynntu árs­skýslu Festu fyr­ir ár­ið 2020 – en hana má nálg­ast hér. Í skýrsl­unni má kynna sér hvað fór fram á vett­vangi Festu á ár­inu 2020 bæði í orð­um og mynd­um, hver voru helstu verk­efni, við­burð­ir og áhersl­ur. Skýrsl­una má sann­ar­lega lesa sér bæði til gagns og gam­ans – þræl­skemmti­leg lesn­ing.

Fyr­ir fund­in­um lá til­laga um breyt­ing­ar á sam­þykkt­um Festu og voru þær all­ar sam­þykkt­ar. Þess­ar breyt­ing­ar má kynna sér nán­ar hér.

Sjálf­kjör­ið var í stjórn Festu, en kos­ið var um þrjú laus sæti. Þeir sem taka nú sæti í stjórn fé­lags­ins eru:

  • Arn­ar Más­son, stjórn­ar­formað­ur Mar­el
  • Jón Geir Pét­urr­son, dós­ent við Há­skóla Ís­lands
  • Æg­ir Már Þór­is­son for­stjóri Advania.

Þá var Tóm­as N. Möller end­ur­kjör­inn sem formað­ur Festu.

Áfram sitja í stjórn:

  • Að­al­heið­ur Snæ­bjarn­ar­dótt­ir – Lands­bank­an­um
  • Erla Tryggva­dótt­ir – VÍS
  • Hrefna Briem – Há­skól­an­um í Reykj­vík
  • Ingi­björg Ólafs­dótt­ir – Terra
Æg­ir Már Þór­is­son, Arn­ar Más­son og Jón Geir Pét­urr­son
Tóm­as N. Möller
Við þurf­um að vinna sam­an að sett­um mark­mið­um, sýna áræðni og fram­sýni. Það er ekki eft­ir neinu að bíða. Tóm­as N. Möller formað­ur Festu

Ár­skýrslu Festu fyr­ir ár­ið 2020 má nálg­ast hér.

Festa vill sér­stak­lega þakka Katrínu Eddu Möller sem kom að graff­ískri hönn­un skýrsl­un­ar.

________________________________________________________

Það eru þeir Sæmund­ur Sæ­munds­son sem set­ið hef­ur í stjórn Festu síð­ustu fjög­ur ár og þar af gegndi hann hlut­verki vara­for­manns í eitt ár, Gunn­ar Sveinn Magnús­son og Gest­ur Pét­urs­son sem fara úr stjórn Festu og þakk­ar Festa þeim kær­lega fyr­ir þann eld­móð og þá þekk­ingu  sem þeir hafa lagt til með sinni þátt­töku í stjórn.

Stjórn og starfsfólk Festu, frá hægri: Hrund Gunnsteinsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Gunnar Sveinn Magnússon, Sæmundur Sæmundsson, Gestur Pétusson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Harpa Júlíusdóttir - fyrir framan, Hrefna Briem, Tómas N. Möller og Erla Tryggvadóttir
Skila­boð­in eru skýr: Sjálf­bær rekst­ur er risa­vax­ið við­skipta­tæki­færi og eina leið­in að bjartri fram­tíð fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir. Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is