07. september 2020

Nordic Circul­ar Hot­spot

Hringrás­ar­hag­kerf­ið og inn­leið­ing þess er eitt af okk­ar hjart­ans mál­um hjá Festu, það er okk­ur því mik­il ánægja að segja frá því að stofn­uð hafa ver­ið regn­hlíf­a­sam­tök ut­an um nor­ræna hringrás­ar sam­vinnu. Sam­tök­in hafa hlot­ið heit­ið Nordic Circul­ar Hot­spot og er Festa einn af stofn­end­um og “manag­ing partners” og mun fé­lag­ið gegna því hlut­verki að vera miðja Nordic Circul­ar Hot­spot á Ís­landi. Festa kem­ur að sam­starf­inu að frum­kvæði Bjarna Her­rera, fram­kvæmd­ar­stjóri Circul­ar Soluti­ons, sem mun einnig vera full­trúi Ís­lands inn­an sam­tak­anna. Sam­tök­in vinna ná­ið með Nor­rænu Ný­sköp­un­ar­mið­stöð­inni –  Nordic Innovati­on og hef­ur mið­stöð­in veitt 1.5 m NOK styrk inn í starf­semi Nordic Circul­ar Hot­spot.

Nordic Circul­ar Hot­spot er enn­þá á þró­un­arstigi (e. Acti­ve Develop­ment Stra­tegy) en stefnt er á að í upp­hafi 2021 verði sam­tök­in kom­in í fulla virkni. Auk þess að standa fyr­ir fræðslu og vera hringrás­ar hreyfiafl inn­an Norð­ur­landa mun þarna skap­ast öfl­ug­ur og lif­andi vett­vang­ur fyr­ir fyr­ir­tæki til að tengj­ast að­il­um inn­an Norð­ur­landa sem geta stutt við þeirra hringrás­ar veg­ferð.

Það liggja gíf­ur­leg tæki­færi í auk­inni nor­rænni sam­vinnu þeg­ar kem­ur að hringrás­ar­hag­kerf­inu og við stefn­um á að byggja upp ein­stak­an vett­vang sem styð­ur við þá kerf­is­breyt­ingu sem þarf að eiga sér stað.

Fyrsti við­burð­ur Nordic Circul­ar Hot­spot mun fara fram þriðju­dag­inn 8.sept­em­ber (ra­f­rænt) og er hann op­in öll­um. Að hon­um lokn­um má þá nálg­ast upp­tök­ur frá við­burð­in­um hér fyr­ir neð­an. Nán­ari upp­lýs­ing­ar, dag­skrá og skrán­ingu má nálg­ast hér,

Hvetj­um áhuga­söm til að fylgj­ast með þess­um spenn­andi vett­vangi á heim­síðu og sam­fé­lags­miðl­um:

Upp­taka frá: Nordic Circul­ar Hot­spot: Build­ing The Next Era  – (at­hug­ið að það þarf að skrá sig inn og klikka á “auditori­um”)

Nor­ræn hringrás er fram­tíð­in. Grein birt á Vísi.is 8.sept­em­ber 2020.

“Th­ere is a great need for having one place that has an overview on everything that is happ­en­ing reg­ar­ding the circul­ar economy in the Nordics,” s Mart­he Haug­land, Seni­or Innovati­on Adviser, Nordic Innovati­on.

The missi­on of the Nordic Circul­ar Hot­spot

Through prop­ell­ing colla­borati­on, know­led­ge shar­ing, matchmak­ing, capacity build­ing, in­telli­gence and in­vest­ments in circul­ar economy soluti­ons, we aim to lea­ve a legacy by contri­but­ing in a me­an­ing­f­ul way to:

  • Rein­vent how the Nordics design, produce and mar­ket products;
  • Ret­hink how the Nordics use and consume goods and services;
  • Red­efine growth in the Nordics and what is possi­ble through reu­se, reducti­on, repair­ing, re­generati­on and, most import­antly, systems change.
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is