Hringrásarhagkerfið og innleiðing þess er eitt af okkar hjartans málum hjá Festu, það er okkur því mikil ánægja að segja frá því að stofnuð hafa verið regnhlífasamtök utan um norræna hringrásar samvinnu. Samtökin hafa hlotið heitið Nordic Circular Hotspot og er Festa einn af stofnendum og “managing partners” og mun félagið gegna því hlutverki að vera miðja Nordic Circular Hotspot á Íslandi. Festa kemur að samstarfinu að frumkvæði Bjarna Herrera, framkvæmdarstjóri Circular Solutions, sem mun einnig vera fulltrúi Íslands innan samtakanna. Samtökin vinna náið með Norrænu Nýsköpunarmiðstöðinni – Nordic Innovation og hefur miðstöðin veitt 1.5 m NOK styrk inn í starfsemi Nordic Circular Hotspot.
Nordic Circular Hotspot er ennþá á þróunarstigi (e. Active Development Strategy) en stefnt er á að í upphafi 2021 verði samtökin komin í fulla virkni. Auk þess að standa fyrir fræðslu og vera hringrásar hreyfiafl innan Norðurlanda mun þarna skapast öflugur og lifandi vettvangur fyrir fyrirtæki til að tengjast aðilum innan Norðurlanda sem geta stutt við þeirra hringrásar vegferð.
Það liggja gífurleg tækifæri í aukinni norrænni samvinnu þegar kemur að hringrásarhagkerfinu og við stefnum á að byggja upp einstakan vettvang sem styður við þá kerfisbreytingu sem þarf að eiga sér stað.
Fyrsti viðburður Nordic Circular Hotspot mun fara fram þriðjudaginn 8.september (rafrænt) og er hann opin öllum. Að honum loknum má þá nálgast upptökur frá viðburðinum hér fyrir neðan. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráningu má nálgast hér,
Hvetjum áhugasöm til að fylgjast með þessum spennandi vettvangi á heimsíðu og samfélagsmiðlum:
Upptaka frá: Nordic Circular Hotspot: Building The Next Era – (athugið að það þarf að skrá sig inn og klikka á “auditorium”)
Norræn hringrás er framtíðin. Grein birt á Vísi.is 8.september 2020.
„“There is a great need for having one place that has an overview on everything that is happening regarding the circular economy in the Nordics,” s Marthe Haugland, Senior Innovation Adviser, Nordic Innovation.“
Through propelling collaboration, knowledge sharing, matchmaking, capacity building, intelligence and investments in circular economy solutions, we aim to leave a legacy by contributing in a meaningful way to: