Um Festu

Ein­stak­ur
vett­vang­ur

Festa — mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð eru frjáls fé­laga­sam­tök með að­set­ur í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Hlut­verk Festu er að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja, stofn­ana og hverskyns skipu­lags­heilda til að til­einka sér sam­fé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og stuðla að auk­inni sjálf­bærni. Festa eyk­ur vit­und í sam­fé­lag­inu og hvet­ur til sam­starfs og að­gerða á þessu sviði. Festa er því brú­arsmið­ur og leið­ar­ljós. Festa teng­ir sam­an ólíka að­ila; fyr­ir­tæki, sveita­fé­lög og ein­stak­linga sem vilja vera leið­andi á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni.

Festa var stofn­uð ár­ið 2011 af Ís­lands­banka, Lands­bank­an­um, Lands­virkj­un, Rio Tinto Alcan á Ís­landi, Sím­an­um og Öss­uri. Markmið með stofn­un mið­stöðv­ar­inn­ar var að auka þekk­ingu á sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja og efla getu fyr­ir­tækja til að til­einka sér sam­fé­lags­lega ábyrga starfs­hætti.

Fram­tíð­ar­sýn Festu er sú, að ís­lensk fyr­ir­tæki og stofn­an­ir séu sam­fé­lags­lega ábyrg og stuðli að sjálf­bærni.

Festa stend­ur fyr­ir fjölda við­burða á ári um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í sam­starfi við að­ild­ar­fé­lög, hag­að­ila, stjórn­völd, há­skóla og ým­is sam­tök. Festa stend­ur fyr­ir fjöl­breytt­um nám­skeið­um, fund­um, hvatn­ing­ar­verk­efn­um og ráð­stefn­um. Mark­mið­ið er — að efla getu fyr­ir­tækja og hverskyns skipu­lags­heilda til að vera framúrsk­ar­andi á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni.

Festa er að­ili að UN Global Compact og CSR Europe, sem eru Evr­ópu­sam­tök mið­stöðva um sam­fé­lags­ábyrgð.

Yf­ir 130 framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki, sveita­fé­lög og stofn­an­ir eru í Festu. Því býð­ur Festa uppá ómet­an­legt tengslanet leið­andi að­ila á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni. Festa hef­ur því bein áhrif á sam­keppn­is­hæfni og sam­fé­lags­ábyrgð í ís­lensku sam­fé­lagi.

Gild­in okk­ar

Heil­indi

Við vinn­um af heil­ind­um í öllu því sem við tök­um okk­ur fyr­ir hend­ur.

Hvatn­ing

Við hvetj­um hvert ann­að, er­um op­in í sam­skipt­um og miðl­um af reynslu.

Sam­vinna

Við stuðl­um að sam­vinnu ólíkra að­ila um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni.

Starfs­fólk

Hrund
Gunn­steins­dótt­ir

Fram­kvæmda­stjóri


[email protected]
8956371

vCard

Harpa
Júlí­us­dótt­ir

Verk­efna­stjóri


[email protected]
8691319

vCard

Stjórn

Stjórn Festu er skip­uð átta ein­stak­ling­um sem fara með mál­efni fé­lags­ins á milli að­al­funda. Formað­ur er kos­inn til eins árs en með­stjórn­end­ur til tveggja ára. Stjórn­ar­menn Festu eru kosn­ir á að­al­fundi fé­lags­ins.
Einn af stjórn­ar­með­lim­um Fest­ur sit­ur í stjórn fyr­ir hönd Há­skól­ans í Reykja­vík þar sem Festa hef­ur að­set­ur.

Tóm­as Njáll
Möller

Formað­ur stjórn­ar


Yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna

Erla
Tryggva­dótt­ir

Vara­formað­ur


Sam­skipta­stjóri VÍS

Sæmund­ur
Sæ­munds­son

Með­stjórn­andi


Að­al­heið­ur
Snæ­bjarn­ar­dótt­ir

Með­stjórn­andi


Sér­fræð­ing­ur í sam­fé­lags­ábyrgð hjá Lands­bank­an­um

Hrefna Sig­ríð­ur
Briem

Með­stjórn­andi


For­stöðu­mað­ur BS náms í við­skipta­fræði og hag­fræði við HR

Gunn­ar Sveinn
Magnús­son

Með­stjórn­andi


Sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni hjá Ís­lands­banka

Ingi­björg
Ólafs­dótt­ir

Með­stjórn­andi


Mannauðs- og gæða­stjóri hjá Terra - um­hverf­is­þjón­usta

Gest­ur
Pét­urs­son

Með­stjórn­andi


For­stjóri Veitna

Árs­skýrsl­ur Festu

Að­ild­ar­fé­lög Festu

Stundum er einfalt að taka stór skref

Skráðu þig og vertu með okkur!