Um Festu

Einstakur
vett­vangur

Festa — miðstöð um samfé­lags­ábyrgð eru frjáls félaga­samtök með aðsetur í Háskól­anum í Reykjavík.

Hlut­verk Festu er að auka þekk­ingu á samfé­lags­ábyrgð fyrir­tækja, stofnana og hverskyns skipu­lags­heilda til að tileinka sér samfé­lags­lega ábyrga starfs­hætti og stuðla að aukinni sjálf­bærni. Festa eykur vitund í samfé­laginu og hvetur til samstarfs og aðgerða á þessu sviði. Festa er því brúarsmiður og leið­ar­ljós. Festa tengir saman ólíka aðila; fyrir­tæki, sveita­félög og einstak­linga sem vilja vera leið­andi á sviði samfé­lags­ábyrgðar og sjálf­bærni.

Festa var stofnuð árið 2011 af Íslands­banka, Lands­bank­anum, Lands­virkjun, Rio Tinto Alcan á Íslandi, Símanum og Össuri. Markmið með stofnun miðstöðv­ar­innar var að auka þekk­ingu á samfé­lags­legri ábyrgð fyrir­tækja og efla getu fyrir­tækja til að tileinka sér samfé­lags­lega ábyrga starfs­hætti.

Fram­tíð­arsýn Festu er sú, að íslensk fyrir­tæki og stofn­anir séu samfé­lags­lega ábyrg og stuðli að sjálf­bærni.

Festa stendur fyrir fjölda viðburða á ári um samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í samstarfi við aðild­ar­félög, hagaðila, stjórn­völd, háskóla og ýmis samtök. Festa stendur fyrir fjöl­breyttum námskeiðum, fundum, hvatn­ing­ar­verk­efnum og ráðstefnum. Mark­miðið er — að efla getu fyrir­tækja og hverskyns skipu­lags­heilda til að vera framúrsk­ar­andi á sviði samfé­lags­ábyrgðar og sjálf­bærni.

Festa er aðili að UN Global Compact og CSR Europe, sem eru Evrópu­samtök miðstöðva um samfé­lags­ábyrgð.

Yfir 100 framúrsk­ar­andi fyrir­tæki, sveita­félög og stofn­anir eru í Festu. Því býður Festa uppá ómet­an­legt tengslanet leið­andi aðila á sviði samfé­lags­ábyrgðar og sjálf­bærni. Festa hefur því bein áhrif á samkeppn­is­hæfni og samfé­lags­ábyrgð í íslensku samfé­lagi.

Gildin okkar

Heil­indi

Við vinnum af heilindum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Hvatning

Við hvetjum hvert annað, erum opin í samskiptum og miðlum af reynslu.

Samvinna

Við stuðlum að samvinnu ólíkra aðila um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Starfs­fólk

Harpa
Júlí­us­dóttir

Verk­efna­stjóri


[email protected]
8691319

vCard

Hrund
Gunn­steins­dóttir

Fram­kvæmda­stjóri


[email protected]
8956371

vCard

Stjórn

Stjórn Festu er skipuð átta einstaklingum sem fara með málefni félagsins á milli aðalfunda. Formaður er kosinn til eins árs en meðstjórnendur til tveggja ára. Stjórnarmenn Festu eru kosnir á aðalfundi félagsins.

Berg­lind
Sigmars­dóttir

Meðstjórn­andi


Alþjóða­við­skipta­fræð­ingur

Erna
Eiríks­dóttir

Meðstjórn­andi


Sjálf­stætt starf­andi

Hrefna Sigríður
Briem

Meðstjórn­andi


Forstöðu­maður BS náms í viðskipta­fræði og hagfræði við HR

Jóhanna Harpa
Árna­dóttir

Meðstjórn­andi


Verk­efn­is­stjóri samfé­lags­ábyrgðar hjá Lands­virkjun

Gestur
Pétursson

Meðstjórn­andi


Forstjóri Elkem Ísland

Tómas Njáll
Möller

Meðstjórn­andi 


Yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna

Sæmundur
Sæmundsson

Vara­formaður


Forstjóri Borg­unar

Hrönn
Ingólfs­dóttir

Formaður


Forstöðu­maður verk­efna­stofu Þróunar og Stjórn­unar hjá Isavia

Stundum er einfalt að taka stór skref

Skráðu þig og vertu með okkur!