Einu hagsmunir Festu er sjálfbærni. Markmið Festu er að auðvelda og hraða þróun í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbæru atvinnulífi. Það gerum við með öflugu fræðslustarfi og tengslamyndun. Við erum brúarsmiður á milli fyrirtækja, hins opinbera og annarra aðila á markaði. Festa er kraftmikið leiðarljós fyrir þau sem vilja vera fremst meðal jafningja á innlendum og erlendum mörkuðum.
Hlýnun jarðar og sjávar, hnignun líffræðilegs fjölbreytileika og afdrifaríkar afleiðingar loftslagsbreytinga á allt líf á jörðinni kalla á kraftmikinn samtakamátt með skýran ásetning. Sanngjörn umskipti yfir í lágkolefnahagkerfi, róttækar breytingar á viðskiptamódelum og hagfræðilíkönum geta skilað okkur sjálfbærum samfélögum til framtíðar.